Við þekkjum öll stjörnuna Dwayne The Rock Johnson. Hann hefur leikið í mörgum bíómyndum og er stærsta nafn sem hefur komið frá WWE. Hann er þekktur fyrir að vera grjótharður og leikur yfirleitt þannig týpur í myndunum sínum.
En nú var einhver snillingur að grafa upp gamla mynd af The Rock. Þar er hann aðeins 16 ára með gullfallegt yfirvaraskegg og lítur pínu út eins og hann sé fimmtugur. Hann lítur alla vegana út fyrir að vera eldri en hann er í dag.
Dwayne sá þessa mynd og svaraði þessu á Twitter.