Boxarinn Floyd Mayweather hefur grætt 640 milljónir dollara á sínum 19 ára box ferli. Floyd er þekktur fyrir að eyða pening og enda er nóg til hjá honum. Hann er hættur í boxi í dag þó svo að hann segist koma aftur til að berjast við Conor McGregor.
Sonur hans, Zion Mayweather hélt upp á 16 ára afmælið sitt um helgina og henti Floyd í rosalegt partý fyrir strákinn. Svo var afmælisgjöfin ekkert leiðinleg þar sem Zion fékk 31 þúsund dollara Mercedes C-Class Coupe bíl.
Zion er auðvitað vanur svona gjöfum og Floyd hatar ekkert að gefa krökkunum sínum rándýrar gjafir. Zion naut þess að eiga afmæli og hélt upp á það með fjölskyldu og vinum í þessu rosalega teiti.