Þetta eru 12 einkenni SIÐBLINDU – Er einhver sem hegðar sér svona í kringum þig?

Auglýsing

Á vefnum Jackdaniels.is birtist þessi grein þar sem farið yfir helstu einkenni siðblindu – og getur hún reynst gagnleg fyrir þá sem glíma við slíka einstaklinga.

Skilgreiningar á siðblindu hafa farið út um víðan völl í tímans rás. Tvennt hefur þó haldist nokkuð stöðugt: Annars vegar að sterk tengsl siðblindra við raunveruleikann og skortur á geðrofi/sturlun er mikilvægur þáttur í greiningu siðblindu. Hins vegar að siðblindir einstaklingar eru oftast taldir ólæknandi. Í meginatriðum má segja að menn hafi sveiflast milli þess að leggja áherslu á persónuleikaeinkenni siðblindra til þess að einblína á hegðun þeirra. Þetta helst í hendur við hvort menn hafa talið siðblindu arfgenga að mestu eða aðallega mótaða af félagslegum aðstæðum.

Siðblindur einstaklingur:

 1. …er ótrúlega sjarmerandi og getur talað sig inn á þig. Sjarmann getur hann t.d. notað til að svíkja fé. (Ég held að klassískt íslenskt dæmi sé þegar siðblindur einstaklingur fær fólk með sér í viðskiptaævintýri og svindlar svo á því með því að stinga undan fé eða lofa greiðslum sem svo aldrei berast).
 2. …á erfitt með að sýna svipbrigði. Svipbrigði siðblindingja eru yfirleitt afkáraleg. Bros er til dæmis stíft, þvingað og óeðlilegt.
 3. …ráðskast með fólk til að fá það sem hann vill.
 4. …horfir ekki á þig/virðir þig ekki viðlits ef hann þarf ekkert frá þér lengur.
 5. …svífst einskis til að ná takmarki sínu.
 6. …er fær um að sannfæra fólk um að gera, segja eða samþykkja hluti sem það myndi annars ekki gera.
 7. …hefur ekki getu til að finna til með eða setja sig í spor annarra.
 8. …er sjálfhverft fórnarlamb. Í hans hugar er hann nr. 1, 2 og 3 og þegar eitthvað bjátar á er það alltaf öðrum um að kenna.
 9. …lifir fyrir kynlíf, peninga og völd.
 10. …mun beita ofbeldi, líkamlegu eða andlegu, til að fá það sem hann vill.
 11. …er góður lygari og þegar hann lýgur að þér heldur hann stöðugu augnsambandi við þig og hreyfir sig ekki.
 12. …lofar öllu mögulegu en stendur sjaldan við það sem hann lofar.

Siðblindir finnast á flestum vinnustöðum og er afar líklegt að maður rekist einhvern tíma á einn slíkan, annað hvort samverkamann eða stjórnanda. Robert D. Hare telur að þeir sækist einkum eftir vinnu í viðskiptum, stjórnmálum, löggæslu, lögfræðistofum, trúarlegum stofnunum og fjölmiðlum: „Þeir hafa rándýrseðli og bráðina er einkum að finna í ákveðnu umhverfi“. John Clarke bætir við að siðblindir gætu vel þrifist í kennslu.

Þótt siðblindir kunni að sækjast sérstaklega eftir störfum þar sem þeim gefst kostur á að komast til metorða er þá líka að finna í „rútínu“störfum og störfum sem krefjast menntunar og reynslu. En vafasamt er að þeir uppfylli skilyrði til starfans, frammistaðan byggist á að þjóna undir sjálfan sig, hvorki er hægt að reiða sig á þá né treysta þeim og þeir gætu stundað ólöglegt athæfi.

Auglýsing

Nokkur einkenni siðblindra á vinnustað og víðar

 • Þeir sveiflast milli þess að vera afar aðlaðandi, glaðir og kátir og síspjallandi til þess umhverfast í einræðisherra.  Svoleiðis gerræði kemur flestu venjulegu fólki til að líta í eigin barm. Flestir vita að það þarf tvo til að úr verði ósætti en sú staðreynd á ekki við þegar við siðblindan er að etja enda er hvort tveggja, töfrarnir og yfirgangurinn, meðvituð hegðun hins siðblinda.
 • Þeir auðmýkja og niðurlægja aðra kerfisbundið til að drepa niður sjálfsöryggi þeirra og tekst oft vel upp. Á vinnustað þekkja stjórnendur oft aðeins hina heillandi hlið siðblindingjans meðan samstarfsmenn kynnast gjarna stjórnsemi hans og yfirgangi. Kvarti samstarfsmenn fá þeir gjarna stimpilinn væluskjóður eða klöguskjóður.
 • Þeir koma ævinlega af stað deilum og þeir eru sérfræðingar í að leggja aðra í einelti eða standa fyrir flokkadráttum. Þeir skipta gjarna fólki í þá sem þeim líkar við og þá sem þeir hafa andúð á en sú skipting er handahófskennd eftir því hvernig liggur á þeim siðblinda þann daginn.
 • Þeir vilja ákveða og ná fram vilja sínum og þeir ljúga og snúa málum til að þetta gangi eftir. Skapsmunir og viðbrögð þeirra eru óútreiknanleg og oft yfirgengileg. Þeir hrópa, hóta og gætu gripið til líkamlegs ofbeldis. Viðbrögðin eru gjarna ósanngjörn og líkjast barnalegri þrjósku. Eftir reiðikast, sem oft virðist út í bláinn, halda þeir sínu striki  eins og ekkert hafi í skorist.
 • Þeir eru ákaflega viðkvæmir fyrir gagnrýni og viðurkenna aldrei eigin mistök af þeirri einföldu ástæðu að þeir telja sig aldrei gera mistök. Þeir eru snillingar í að kenna öðrum um, jafnvel þótt slíkt hljómi órökrétt eða sé algerlega út í hött. Þeir krefjast þess að aðrir samþykki þá eins og þeir eru, finnst það reyndar sjálfsagt, og telja að aðrir þurfi að laga sig að þeim. Þetta einkenni kemur í veg fyrir hvers konar lækningu á siðblindu því það er alveg sama hversu mörg dæmi eða rök borin eru á borð; aldrei mun siðblindur fást til að fallast á að hann sé ábyrgur eigin gerða. Siðblindur lærir ekki af eigin mistökum því hann telur að hann sé gallalaus og hann spáir sjaldan í hvort hann sé að breyta rétt eða rangt. Þetta viðhorf gegnsýrir oft vinnuumhverfið.
 • Þeir eru mjög stjórnsamir og gagnrýnir (en þola sjálfir ekki reglur, skuldbindingar eða stefnumótun) og eru sjaldan ánægðir með annarra verk. Gagnrýni þeirra er oft alls ekki byggð á rökum. Þeir eru tortryggnir í garð annarra og yfirleitt líkar þeim við afar fáa, ef nokkurn. Í fjölskyldum banna þeir gjarna umræðu um hvers lags vandamál. Í atvinnulífinu túlka þeir umræðu um vandamál sem vantraustsyfirlýsingu.
 • Þeir lifa lífi sínu án þess að hugsa um óskir eða þarfir annarra, af þeirri einföldu ástæðu að þá skortir hæfileikann til að finna sektarkennd, reiði eða samúð. Þá skortir nefnilega algerlega hæfileikann til samlíðunar með öðrum. Þeim er alveg sama þótt öðrum líði illa. Skyldur og ábyrgð eru þeim merkingarlaus.
 • Þeir GETA verið elskulegir og sýnt umhyggju en einungis þegar þeir sjálfir vilja ná einhverju fram. Venjulega er stór munur á því sem hinn siðblindi segir og því sem hann svo gerir. Þá vantar tilfinningadýpt en geta tjáð tilfinningar í innantómum orðum.
 • Þeir eru oft órólegir, hvatvísir, pirraðir, reiðir, gera algerlega ósanngjarnar kröfur og grípa jafnvel til ofbeldis. Sumir læra með tímanum að stilla sig um ofbeldi en því er þó aldrei treystandi.
 • Þeir upplifa tilfinningar oft sem veikleika. Tengsl þeirra við aðra byggja á gerðum en ekki tilfinningum. Þeir eru oft niðurlægjandi og montnir í samskiptum við aðra, sérstaklega þá sem þeir telja sér óæðri. Siðblindir eru gjarna ofurviðkvæmir fyrir gagnrýni, öfundsjúkir og hallir undir vald. Þess vegna skrúfa þeir upp sjarmann þegar þeir umgangast fólk sem þeir telja sér æðra.
 • Þeir ljúga og svíkja og sama hversu margar sannanir þú hefur þá ýmist gera þeir lítið úr þeim, neita þeim eða kenna öðrum um. En þú uppgötvar þetta ekki fyrr en þú kynnist siðblindingjanum nánar. Í upphafi treystirðu honum örugglega, ert heilluð/heillaður af honum og finnst hann mjög skilningsríkur.

Nú skorum við á þig lesandi góður að kynna þér þá stjórnmálamenn sem starfa á Alþingi okkar íslendinga og sjá hvort þú finnur siðblindingjana sem þar starfa því það eru all nokkrir þar sem þessar lýsingar passa ákaflega vel við.
Frómt frá sagt til að gefa ykkur smá „hint“ þá eru þeir flestir í núverandi stjórnarflokkum og þar eru í það minnsta 3 sem eru svo augljóslega siðblindir að það ætti ekki að fara fram hjá neinum sem hefur lesið sér til um einkennin hér að ofan.

Ef allt væri með eðlilegum hætti í þessu blessaða landi okkar, þá ætti að gera öllum skylt sem bjóða sig fram í opinber embætti að gangast undir siðblindupróf meðan þeir eru tengdir við lygamæli til að koma í veg fyrir að við sitjum uppi með ráðherra, þingmenn og sveitarstjórnarfólk sem er haldið þessum geðsjúkdómi og gerir í raun þjóðinni meira ógagn heldur en gagn.

Heimildir og uppistaða pistilsins er fengin af síðunni Siðblinda.com

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram