Auglýsing

Þetta eru vinsælustu bíómyndirnar sem fólk horfir á þegar það er að ganga í gegnum SAMBANDSSLIT!

Það getur verið alveg fáranlega erfitt að ganga í gegnum sambandsslit því oftast er maður að kveðja manneskjuna sem maður elskar. Það er auðvitað misjafnt hvernig fólk tekur á þessu og misjafnt hvernig þetta fer í fólk.

En það er gott að hafa góða að þegar svona er í gangi og það getur líka verið gott að dreifa huganum með góðum bíómyndum. Þetta eru vinsælustu myndirnar hjá fólki sem er að ganga í gegnum sambandsslit.

1. Eternal Sunshine of the Spotless Mind (2004)
Joel Barish er niðurbrotinn eftir að hann kemst að því að kærstan hans, Clementine, fór í aðgerð til að láta eyða öllum minningum um hann úr minni sínu. Hann ákveður því að gera það sama. En þegar hann horfir á minningar sínar hverfa, þá áttar hann sig á því að hann elskar hana ennþá, og hugsanlega er hann orðinn of seinn að leiðrétta mistökin.

2. Annie Hall (1977)

Ástarævintýri taugatrekkts uppistandara í New York, Alvy Singer, og álíka taugaveiklaðrar kærustu hans, Annie Hall. Myndin fylgist með sambandi þeirra, allt frá því þegar þau hittast fyrst, og er einnig einskonar söguskoðun á ástarlífi fólks á áttunda áratug síðustu aldar.
3. Inside Out (2015)
Inside Out segir frá ungri stúlku, foreldrum hennar og tilfinningunum sem bærast innra með þeim og stjórna daglegri líðan þeirra og skapsveiflum. Inside Out segir frá ungri stúlku, Dagnýju, sem er nýflutt ásamt foreldrum sínum á nýjan stað þar sem hún er byrjuð í nýjum skóla, en saknar auðvitað gömlu heimaslóðanna og vinanna. Um leið og við kynnumst henni, foreldrum hennar og aðstæðum þeirra kynnumst við einnig sumum af þeim tilfinningum sem bærast innra með þeim og fara þar fremst í flokki þau Gleði, Sorg, Óbeit, Reiði og Ótti. Dag einn verður dálítið óhapp til þess að ein af minningum Dagnýjar dettur út, en sú ólukka á eftir að hafa kostulegar afleiðingar í för með sér.


4. Mr. Nobody (2009)

Segir myndin frá Nemo Nobody (Jared Leto), venjulegum manni sem lifir hversdagslegu lífi með eiginkonunni Elise (Sarah Polley) og þremur börnum þeirra. Allt er eðlilegt þar til Nobody missir tökin á raunveruleikanum og vaknar upp sem gamall maður árið 2092. Nú er hann orðinn 120 ára og er bæði elsti maður jarðar sem og síðasti eftirlifandi dauðlegi maðurinn í heimi þar sem enginn deyr lengur. Það sem honum liggur þó þyngra á hjarta en þessi staðreynd eru spurningar sem brenna innra með honum: lifði hann réttu lífi fyrir sjálfan sig, elskaði hann konuna sem hann átti að elska og eignaðist hann börnin sem hann átti að eignast? Hans eini tilgangur í þessum undarlega heimi er að finna svar við þessum spurningum, en hann gæti þurft að gera ýmislegt óvenjulegt til að komast að svarinu.


5. Almost Famous (2000)

Myndin gerist árið 1973 þegar rokkið lifir enn í gömlum glæðum. William Miller er 15 ára og afar hæfileikaríkur penni. Tónlist er hans líf og yndi. Greinar hans í óháðu tónlistartímariti vekja athygli ritstjóra tónlistartímaritsins Rolling Stone. Hans fyrsta verkefni er að skrifa um hljómsveitina Stillwater. Hann kynnist einum aðdáanda hljómsveitarinnar, Penny Lane. Hann hrífst af henni en líka af tónlistinni. William fær síðan að ferðast með bandinu og lendir hann í ýmsum ævintýrum.

6. Little Miss Sunshine (2006)

Fjölskylda leggur af stað í ferðalag til að koma yngsta barninu í fegurðarsamkeppni. Hópurinn samanstendur af keðjureykjandi móður, nær gjaldþrota fjölskylduföður, samkynhneigðum frænda sem er að jafna sig eftir sjálfsmorðstilraun, þunglyndum táningi og afa sem reynist vera heróínsjúklingur.

7. 500 Days of Summer (2009)

Eftir að hún virðist hafa horfið úr lífi hans fyrir fullt og allt í þetta sinn, þá lítur Tom Hansen yfir árið sem hann hefur þekkt Summer Finn. Þó að Summer sé ósköp venjuleg stúlka þá hafa karlmenn alltaf laðast að henni, þar á meðal Tom. Fyrir Tom þá var þetta ást við fyrstu sýn, þegar hún gekk inn í afmæliskortafyrirtækið þar sem hann vann, en hún kom þangað til að hitta vinkonu sína sem vann þar. Fljótlega áttaði Tom sig á því að Summer var konan sem hann vildi eyða lífi sínu með. Þó að Summer tryði hvorki á sambönd né kærasta – hún taldi að raunveruleikinn myndi alltaf flækjast fyrir – þá urðu Tom og Summar samt aðeins meira en bara vinir. Í gegnum þróun sambansins, þá gat Tom alltaf reitt sig á ráð tveggja bestu vina sinna, McKenzie og Paul. En það er samt unglingssystir Toms, Rachel, sem er rödd skynseminnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing