Þrjú ár síðan Tómas lét JÓGANA fara að dansa – Fagnar þriggja ára afmæli!

Nú eru þrjú ár síðan Tómas Oddur Eiríksson stofnaði YOGA MOVES – og fagnar því starfsafmælinu með einstakri yoga, dans og hugleiðslu veislu í nýju og notalegu húsnæði Yoga Shala í Skeifunni 7.

Á þeim tíma sem Yoga Moves hefur verið starfandi hafa margir af helstu plötusnúðum landsins spilað í tímunum sem einkennast af yoga og frjálsum dansi.

En hvernig byrjaði þetta allt?

„Ég var búinn að vera jógakennari í tvö – svo var ég í bænum að dansa á Dolly á fimmtudagskvöld, það var góður hópur af fólki inni á staðnum – og það var svo létt og þægilegt.“ segir Tómas um upphaf Yoga Moves. „Tónlistin var frábær – og þetta kvöld varð ég fyrir vakningu. Ég upplifði hvað það getur verið gaman í líkamlegri hreyfingu með fólki – getur verið svo geggjað að dansa.“

Tómas lét ekki þar við sitja heldur fór að prófa sig áfram.

„Ég vildi vita hvort ég gæti einangrað snilldina úr þessum dansi og fært hann úr djamminu – þangað sem fólk er allsgáð. Ég byrjaði að prófaði að gera þetta í venjulegum jógatímum hjá mér – láta fólk dansa smá í tímanum – og það virkaði svo vel – og það var svo gaman að ég ákvað að gera eitthvað meira með það. Ég fékk hugmynd að nafninu Yoga Moves og leigði Dansverkstæðið. Svo leit fyrsti tíminn ljós í febrúar 2014.“

Tímarnir hafa farið fram vikulega á Dansverkstæðinu þessi þrjú ár – og reglulega verið haldnir stærri viðburðir í Hörpu, Gamla Bíó, Hofi Akureyri og á Verboten klúbb í New York. Samverurnar ganga út á styrkja líkamann, lyfta andanum, sleppa tökunum, njóta tónlistar, hafa gaman og slaka á í góðum félagsskap. Í þriggja ára afmælistímanum verður þó mikil viðhöfn og fram munu koma:

East Forest (live tónlist) http://eastforest.org/
RIX (DJ) https://soundcloud.com/rixofficial
Tómas Oddur (yoga & moves)
Ingibjörg Stefáns (hugleiðsla & möntrusöngur)
Ragga Gröndal (hugleiðsla & möntrusöngur)

Miðaverð er 3000 kr. – en nánar má sjá um viðburðinn HÉR!

Auglýsing

læk

Instagram