Listamaðurinn Tolli fann þó nokkra peningaupphæð á Geirsnefinu. Í staðinn fyrir að hrósa happi yfir fundnu féi – þá auglýsti hann eftir eigandanum á Facebook.
Einhver stakk upp á konu sem hafði týnt mánaðarlaununum sínum. En þegar þetta er skrifað er enn óljóst hvort um rétta manneskju ræðir.
Stefni maður á að verða betri manneskja árið 2018 – þá er gott markmið að öðlast þessa tegund heiðarleika.