Auglýsing

Tómas Nói er aðeins 14 ára en bjó til RISA auglýsingu fyrir Emmess ís!

Þegar kemur að því að búa til stórauglýsingar er oftar en ekki leitað til fólks með áratuga reynslu af bransanum. Emmess ís fór hins vegar í öfuga átt. Einn ferskasti pilturinn í bransanum, Tómas Nói 14 ára, fékk að reyna með sér að leikstýra heilli auglýsingu fyrir ísgerðina – og afraksturinn varð alveg hreint ótrúlegur.

Um er að ræða nýja auglýsingu fyrir Ístrukkinn. Meðalaldur framleiðenda, leikara og leikstjóra er 12.5 ár – og miðað við hversu góða útkoman var – þá má Sagafilm fara að vara sig

„Þetta gekk mjög vel fyrir sig. Var mjög skemmtilegt.“ sagði Tómas í samtali við Menn.is.

Varstu nokkuð hræddur að klúðra þessu?
Nei nei – ég var nokkuð öruggur um það sem ég var að gera.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Tómas Nói nefnilega reynslu – og hefur þegar markað spor sín í kvikmyndagerð. Hann vann á stuttmyndahátíðinni í Bíó Paradís með myndina Stökkið – árið 2015. Þar fyrir utan hefur hann leikið í ýmsum myndböndum

Hvernig var svo að vinna með leikurunum? Það er að leikstýra þeim?
Það var alveg frábært, þau gerðu allt sem ég bað um – og voru líka að hjálpa mér með ljósin og bílinn. Þau eiga hrós skilið fyrir það.

Hvernig sýn hafðir þú á þetta verkefni? Hvað vildirðu að væri aðalatriðið?
Ég vildi að þetta yrði svona aksjón frekar heldur en sagan sjálf. Það er skemmtilegra að horfa á það.

Ertu ánægður með útkomuna? Eitthvað sem þú hefðir viljað hafa öðruvísi?
Ég var mjög ánægður – eina sem var – er að við ætluðum að reyna að fá hund í auglýsinguna. Vandinn var að það hefði pottþétt tekið auka tvo tíma að fá hann til að gera það sem vildum. Tökudagurinn var þegar 10 tímar svo við létum það vera.

Hvernig er svo framtíðin hjá svona upprennandi kvikmyndagerðarmanni?
Það eru einhver verkefni í uppsiglingu hjá mér. Ég er með Blönduhlíð Stúdíó – (sjá HÉR á Facebook) og vil bara auka við mig þar. Það er langskemmtilegast að vinna við það sem maður elskar að gera. Ég er að vinna við drauminn. Algjör forréttindi að fá borgað fyrir það sem maður elskar að gera.

Hér að neðan má sjá sjálfa auglýsinguna sem Tómas gerði:

Hér að neðan má sjá gerð myndbandsins:

Glæsilegt afrek hjá unga fólkinu okkar!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing