2017 er greinilega árið þar sem verðlaunahátíðir klúðrast. Fyrst risastórt klúður á Óskarnum og núna þetta sem gerðist í Þýskalandi.
Ryan Gosling á tvífara í Þýskalandi og þessum manni tókst að framkvæma rosalegan hrekk. Hann bjó til gerfi umboðsskrifstofu og hafði samband við verðlaunahátið í Þýskalandi. Hann sagði þeim að ef að Ryan Gosling myndi vinna eitthvað þá myndi hann sjálfur mæta til að taka á móti verðlaununum.
Auðvitað vann hann og tvífarinn mætti upp á svið því Ryan Sjálfur hafði ekki hugmynd um þetta. Colin Farrell og Nicole Kidman voru í salnum og þau voru ekki lengi að taka eftir því að þetta væri ekki Ryan Gosling.