Umferð er komin í eðlilegt horf eftir heimsókn Pence – Þetta er LÍTILL hluti þeirra lögreglumanna sem stóðu vaktina í dag!

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að tilkynna á Facebook að Mike Pence sé farinn af höfuðborgarsvæðinu og umferð komin í eðlilegt horf. 

En það sem við hjóum eftir í tilkynningunni þeirra er að á myndinni hér fyrir neðan þá sést einungis lítill hluti þeirra lögreglumanna sem stóðu vaktina í dag.

Hvað þurfti þá eiginlega marga lögreglumenn bara til að sinna heimsókninni hans Pence?


Heimsókn varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, í Höfða er lokið og hefur hann yfirgefið höfuðborgarsvæðið. Tímabundnum umferðartöfum í umdæminu af þeirri ástæðu á því að vera lokið og umferðin að komast í eðlilegt horf. Umferðin í dag hefur annars mestmegnis gengið ágætlega að því undanskildu að harður árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar um eittleytið. Þar rákust saman lögreglubifreið og fólksbifreið. Tveir voru fluttir á slysadeild, en meiðsli þeirra eru talin minni háttar. Um svipað leyti voru tveir menn handteknir skammt frá Höfða fyrir brot á lögreglusamþykkt. Þeir voru færðir á lögreglustöð til skýrslutöku. Bann var sett við drónaflugi yfir Höfða og nágrenni, en því var aflétt kl. 17.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þakkar vegfarendum fyrir þolinmæðina og tillitssemina, sem þeir sýndu á meðan heimsókninni stóð.

Meðfylgjandi mynd var tekin við Höfða, en á henni má sjá lítinn hluta þeirra lögreglumanna sem stóðu vaktina í dag.

Auglýsing

læk

Instagram