Varar við vinnumönnum sem SVIKU hana – Einn mætti haugafullur og bauð fólki Jägermeister sopa á stút!

Hún Inger Sofia varar við tveim mönnum sem hún fékk til að vinna fyrir sig í gegnum Facebook hópinn „Vinna með litlum fyrirvara“.

Annar þeirra mætti til dæmis haugafullur til að vinna og bauð fólki sem kom að tékka á honum sopa á stút af Jägermeister: 

Auglýsing

Mig langar að vara við mönnum sem ég keypti þjónustu af hérna inni. Hafþór Ágúst Hólm og Sigursteinn Hilmarsson.
Fyrir akkúrat viku síðan komu þeir að vinna verk fyrir mig og nágranna mina. Þökuleggja garðinn. Þeir mættu og unnu mjög vel. Sigursteinn var almennilegur og spjölluðum við heillengi saman. Hann sagðist oft hafa brennt sig á verkum sem hann tæki á netinu og bað okkur um að borga helming fyrirfram, sem við gerðum. Þeir unnu vel allan daginn. Þeir reyndar bættu við verkið án þess að spyrja okkur og rukkuðu 15 þúsund fyrir aukalega, sem við borguðum, þar sem það virtist sanngjant fyrir aukaviðvikið sem gerði garðinn fallegri. Við ákváðum því að fá þá til að taka annað verk að sér, en það var að háþrýstiþvo stéttina og fara með afganginn af efninu og nokkra ruslapoka á sorpu. Fyrir þetta greiddum við 50 þúsund. Ég í asnaskap treysti þeim fullkomlega. Þeir fóru og sögðust klára þetta á morgun.
Á þriðjudag hafði ekkert frést af þeim og ég sendi þeim skilaboð. Sigursteinn kom einn um kvöldið og kláraði að þökuleggja. Þökurnar höfðu þá legið í 4 daga á planinu. Hann mætti til okkar seint um kvöld, alveg haugafullur. Hann kútveltist hér um garðinn og bauð þeim sem komu að tékka á honum bara sopa á stút af Jagermeister. Á miðvikudeginum sá ég að hann hafði tekið með sér hrífuna okkar og skemmt garðslönguna með að skella tveim hurðum á hana. Hraðtengið vantaði á slönguendan líka. Hurðin inn í húsið þar sem hann hafði komist inní rafmagn var opin og rafmagnssnúran úti á túni. Salemstubbar og bjórdós lágu eftir hann í garðinum.
Hann hefur fengið alla sénsa síðan þá að koma með hraðtengið og hrífuna og endurgreiða okkur fyrir verk, sem nú er óunnið viku eftir að það var borgað fyrir það. Hann er hættur að svara okkur, en sér allt sem við höfum sent honum á facebook. Ég sagði honum í fyrradag að ef greiðslan bærist ekki í gær færi þetta hingað inn.
Það er alveg glatað að treysta fólki og vera svo svona ílla svikinn.

Færslan var ekki búin að vera lengi inni þegar Inger fékk þónokkur skilaboð frá fólki sem segir að þeir stunda þetta víst grimmt.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing