today-is-a-good-day

Viðar vill að Heilbrigðiseftirlitið LOKI Hagaskóla – ,,Þetta er langt yfir heilsuverndarmörkum“

Hann Viðar Freyr Guðmundsson skrifaði opnu Facebook færsluna hér fyrir neðan þar sem hann segir að Heilbrigðiseftirlitið eigi að loka Hagaskóla.

Hann segir að styrkur koltvísýrings í kennslustofum sé langt yfir heilsuverndarmörkum og sýnir fram á að ástandið gerir marga nemendur gjörsamlega vanvirka.


Hagaskóli hefur lengi kvartað undan slæmum loftgæðum í skólanum, við litlar undirtektir borgaryfirvalda. „Dreg­ist hef­ur á lang­inn að end­ur­nýja loftræsti­kerfi í skól­an­um en það er í bíg­erð, að sögn Helga Gríms­son­ar, sviðsstjóra skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar.“

Ekki mjög traustvekjandi. Þetta er langt yfir heilsuverndarmörkum og hefur verulega slæm áhrif á framistöðu og getu nemenda til náms. Þetta sýna rannsóknir.

Yfir 1000ppm í 2,5 klst:
„Impairs judgment, decision-making ability, and thinking skills on a short-term basis, even for healthy individuals.“

Þessi gildi nálgast að gera heilastarfsemi nánast óvirka í heilbrigðum einstaklingum. Ef gildið er yfir 2500ppm: „Many individuals are rendered cognitively marginal or dysfunctional.“

Held að borgin átti sig ekki á alvarleika málsins. Heilbrigðiseftirlitið á að loka þessum kennslustofum strax!

Auglýsing

læk

Instagram