„Vigtin segir aðeins hálfa söguna“ – Móðir hvetur fólk til þess að einbeita sér frekar að líkamanum!

Það er ekki samasem merki milli þess að léttast og komast í betra form. Vöðvar eru mun þyngri en fita og ‘BMI’ er mjög gallað kerfi.

Kelsey Wells varð ólétt af sínu fyrsta barni og hún þyngdist á meðgögunni sem er bara mjög eðlilegt. Eftir meðgönguna var hún um 7 kílóum þyngri en þegar hún hófst og 8 vikum eftir fæðingu ákvað hún að koma sér aftur í gott form.

Myndirnar sýna hana þar sem hún byrjaði á prógraminu 65,8 kg, svo lægstu þyngdina sem hún náði eftir 8 vikur 55,3 kg og svo síðasta myndin nokkrum mánuðum síðar þar sem hún virðist mun heilbrigðari og mjög nálægt byrjunar þyngd 63,5 kg.

En æfingaplanið sem hún fór eftir hvatti fólk til þess að taka líkamsmyndir meðan á því stóð, frekar en að mæla árangurinn aðeins í tölum á vigtinni.

Á Instagram skrifaði Kelsey:
„Áður en ég varð ólétt var ég 59 kg, því fannst mér fínt markmið að komast í 55 kg til þess að passa aftur í þröngu gallabuxurnar. Eftir tvo mánuði á prógraminu og með barn á brjósti TÓKST ÞAÐ og ég passaði í þessar þröngu buxur. En getiði hvað? ÉG ER BÚIN AÐ ÞYNGJAST UM RÚM 8 KÍLÓ SÍÐAN.

En ég hef aldrei verið massaðari og með minni líkamsfitu en núna. Aldrei verið heilbrigðari en nú og aldrei sáttari í mínu eigin skinni en nú.“

Kelsey skrifaði ítarlega um hvað hún þurfti að gera til að ná þessum árangri og bætti við myllumerkinu #screwthescale eða skítt með vigtina, sem virðist eiga mjög vel við.

Þetta snýst svo sannarlega ekki allt um vigt.

Auglýsing

læk

Instagram