Vilt þú eignast Degu sem gæludýr? – Hér er það sem þú þarft að vita!

Fjölmargir hafa sýnt áhuga á því að eignast Degu sem gæludýr – en verslunin Gæludýr.is tók saman lista yfir þau atriði sem þú þarft að hafa í huga ef þú vilt eignast Degu.

– Vissuð þið að Degu eru hópdýr og verða gjarnan einmanna ef þeir eru einir í búri. Þurfa að vera 2 eða fleiri þar sem þeir eru miklar félagsverur og einmana Degu verða oftar veikur ?
– Degu þurfa stór búr sem ná hátt upp eins og til dæmis fuglabúr, því þeir vilja gjarnan klifra.
– Gott er að hafa hengirúm og eitthvað úr flís í búrunum ?
– Það er mikilvægt að hafa stór hjól í búrunum og við mælum einna helst með 32cm, úr plasti því Degu naga allt sem er úr við. Einnig mun auðveldara að þrífa plastið ?
– Degu eru grænmetisætur og eiga á hættu að fá sykursýki, því mikilvægt er að passa að það sé enginn sykur eða hunang í fæðunni eða nammi. Það er t.d. mikill sykur í gulrótum og svo má ekki gleyma ávaxtasykrinum.
– Vert er að hafa í huga að 80% af fæðu Degu er hey.
– Við mælum með trefjaríku heilfóðri t.d. Complete chinchilla&degu. ???
– Villtir Degu lifa hátt uppí 15 ár en lifa einungis 5-10 ár í búrum.
– Það þarf ekki að baða Degu því þeir þrífa sig uppúr sandbaði.

Er Degu eitthvað fyrir þig?

Auglýsing

læk

Instagram