Vísindin hafa talað: Þú átt aldrei að blanda saman orkudrykk og áfengi!

Ef þú ert yfir 20 ára og hefur gaman af því að heimsækja bari og klúbba landsins þá er ekki ólíklegt að þú hafir smakkað á “einum einföldum í orkudrykk” að minnsta kosti einu sinni á ævinni.

(Sumir jafnvel aðeins oftar?)

Og það kemur allt heim og saman. Klukkan er gengin vel yfir miðnætti og algjörlega eðlilegt að finna fyrir þreytu; Svo af hverju ekki að fá sér bara orkudrykk? – Með áfengi út í, auðvitað.

Ef þessi dæmisaga á við um þig, þá skaltu taka vel eftir.

Hættu því! Vegna þess að samkvæmt öllum rannsóknum er það slæmt fyrir heilsuna.

Fjöldi heimsókna á bráðamóttöku vegna orkudrykkja tvöfaldaðist á árunum 2007 til 2011 í Bandaríkjunum. Í kjölfarið voru allir áfengir drykkir blandaðir með orkudrykkjum bannaðir í verslunum (Og í vínbúðinni á Íslandi) en bannið nær því miður ekki til bara – eða skemmtistaða, þar sem þyrstir, þreyttir og spenntir djammarar geta beðið barþjóna að blanda fyrir sig hvað sem er.

Rannsókn frá árinu 2012 sýnir að þeir sem blanda áfengi og orkudrykk saman eru 600% líklegri til þess að finna fyrir hjartsláttartruflunum og 400% líklegri til þess að finna fyrir skjálfta, pirring og svefnleysi – en fólk sem drekkur bara áfengi eða áfengi blandað í eitthvað annað.

En hjartavandamál eru ekki einu fylgikvillar þess að drekka “vodka í Red Bull”.

Það eru einnig andleg áhrif sem útskýra hvers vegna þessi samsetning er jafn slæm fyrir líkama þinn og raun ber vitni.

Fjöldi rannsókna benda til þess að það að blanda orkudrykkjum og áfengi auki ekki aðeins líkur þínar á að lenda í slysi heldur hefur það áhrif á dómgreindina tvo alvarlega vegu:

A. Það lætur þig halda að þú sért minna drukkin/n en þú ert í raun og veru. Og …

B. Það lætur líkamann fá sterkari löngun í meira og meira áfengi.

Fleiri rannsóknir frá árinu 2012 komust að því að fólk sem drakk áfengi í orkudrykki hélt að það væri mun minna drukkið en fólk sem var með nákvæmlega sama áfengismagn í blóðinu en hafði drukkið áfengi án neyslu á orkudrykkjum.

Aðrar rannsóknir sýna að fólk sem drekkur áfenga orkudrykki drekkur meira áfengi og í lengri tíma en þeir sem drekka enga orkudrykki. Það er meðal annars talið vera vegna þess að koffínsprengjan sem getur virkað í allt að 6 klukkutíma kemur í veg fyrir að viðkomandi verði jafn þreyttur – Sem er einmitt ein af ástæðunum þess af hverju fólk hættir að drekka.

Jafnvel gosdrykkir – Sem innihalda töluvert minna magn koffíns en orkudrykkir hafa sýnt fram á að fela áhrif áfengis. Og sturluð staðreynd: Sykurlausir gosdrykkir munu gera þig drukkna eða drukkinn mun hraðar vegna þess þá er enginn súkrósa til þess að hægja á áfengisáhrifunum.

Svo næst þegar þú ert á ótrúlega skemmtilegu djammi en líður eins og þú þurfir að fá aðeins meiri orku – Slepptu því bara. Þegar öllu er á botninn hvolft er auka orkan ekki þess virði.

Auglýsing

læk

Instagram