Ítalska hönnunarfyrirtækið Prada er þekkt fyrir dýrar vörur. En það nýjasta á markaðinum hjá þeim eru bréfaklemmur. Venjulega getur maður keypt 100 bréfaklemmur frá sirka 250 – 500 krónum. En í Barney’s í New York er verið að selja þessar Prada silfur bréfaklemmur á 185 dollara stykkið eða um 19 þúsund krónur.
Fólk á Twitter er auðvitað komið í málið því 19 þúsund krónur er kannski aðeins of mikill peningur fyrir eina bréfaklemmu. Þó það séu örugglega fullt af fólki sem að kaupir sér svona.