Á bakvið tjöldin við gerð myndbandsins við frumraun Rakelar Bjarkar, sjáðu myndbandið

Auglýsing

Rakel Björk Björnsdóttir sendi á dögunum frá sér myndband við lagið What If, sem er frumraun hennar í tónlistarheiminum.

Rakel og Árni Beinteinn, kærastinn hennar, unnu myndbandið saman ásamt vinum sínum og hafa sent frá sér annað myndband sem sýnir á bakvið tjöldin við upptökur á laginu og myndbandinu. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Rakel Björk og Árni Beinteinn eru búin að vera par í tvö ár og stunda bæði leiklistarnám við Listaháskóla Íslands. Hún hefur þó fengist töluvert við leiklist síðustu ár og meðal annars komið fram í kvikmyndunum Falskur fugl og Þrestir.

„Við lögðum mikinn metnað í að útfæra myndbandið og tökurnar stóðu í um það bil þrjá daga,“ segja þau í samtali við Nútímann.

Við völdum tökustaðina með það í huga að koma sögunni til skila á einlægan hátt. Það var frábært að fá tækifæri til þess að mynda á svona fallegum tökustöðum þar sem náttúra landsins fær að njóta sín og það er von okkar að áhorfendur geti notið útkomunnar.

Horfðu á myndbandið sem sýnir á bakvið tjöldin hér fyrir neðan

Auglýsing

Auglýsing

læk

Instagram