Ævintýrafólk lifir fyrir larpið í Öskjuhlíð: „Þetta er það sem maður gerir alla daga“ – myndband

Auglýsing

Larp, eða rauntíma spunaspil, er stundað í Reykjavík á hverjum sunnudegi. Larp er einskonar hlutverkaleikur sem þátttakendur segja að snúist um að spinna sögur og leika sér. Elísabet Inga kannaði málið. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

„Þetta er það sem maður gerir alla daga. Tekur allan peninginn, helgarnar þínar,“ sagði einn magnaður karakter í myndbandinu. Larpið fer fram í Öskjuhlíð en þau sem Larpa segja sjaldgjæft að fólk í göngutúr verði vitni að leiknum þegar hann nær hápunkti.

Ef það gerist þá er oft bara spjallað og við útskýrum hvað við erum að gera. Ljósmyndir eru sjaldgjæfar. Ég held að fólk sé feimið við að spyrja okkur.

Og þau hafa ekki lent í neinum undarlegum atvikum. „Ekki neinu sem er undarlegra en við,“ segja þau hress.

Auglýsing

læk

Instagram