Almar ræddi við Nútímann: „Ég held að það sé alveg búið að ræða þetta listaverk nóg í bili“

Auglýsing

Fjölmiðlafár var í Listaháskóla Íslands í morgun þegar listneminn Almar Atlason yfirgaf kassann sem hann hafði dvalið nakinn í síðustu vikuna. Sjáðu hvað gerðist á bakvið töldin, hvað Almar hafði að segja og hvað Nilla fannst í myndbandinu hér fyrir ofan.

Steinar Ingi Kolbeins, útsendari Nútímans, var á staðnum og náði örstuttu en einstöku viðtali við Almar, sem hafði ekki mikinn áhuga á því að ræða við fjölmiðla. „Ég er svo dauðþreyttur,“ sagði hann þegar Steinar bað um spjall.

Ég ætla bara að slaka á. Ég held að það sé alveg búið að ræða þetta listaverk nóg í bili.

Steinar ræddi einnig við Sölku Valsdóttur, eiginkonu Almars, sem telur að hann hafi ekki búist við þessum viðbrögðum. „En maður veit samt aldrei, þetta er Ísland, þessi litli smábær sem við búum. Allt er hægt,“ sagði hún.

Loks átti Steinar áhugavert spjall við fjölmiðlamanninn og listunnandann Nilla.

Auglýsing

Næsta myndband ▶️ „Ég myndi ekki láta börnin mín fá hníf og byssu“

Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Þetta er því aðeins byrjunin. Á næstunni birtum við miklu fleiri myndbönd um hvað sem er. Við erum rétt að byrja — fylgist með!

Auglýsing

læk

Instagram