Amma Hildar dansaði línudans við hennar vinsælasta lag og hreinlega krúttaði yfir sig

Hin 86 ára gamla Sigrún Ólöf Stefánsdóttir er dansari og amma söngkonunnar Hildar. Í byrjun desember tilkynnti hún barnabarni sínu stolt að hún hefði lært línudans sem passar fullkomlega við lagið, I’ll Walk With You. Dansinn var svo frumsýndur í jólaboði í gær og vakti mikla lukku. Sjáðu myndband af dansinum í spilaranum hér að ofan.

Auglýsing

Sigrún hefur verið að æfa línudans af kappi og eins og sjá má á myndbandinu er hún afar fær. „Hún var asskoti glöð þegar hún fattaði að loksins væri hún búin að læra dans sem passaði við þetta lag,“ segir Hildur í samtali við Nútímann.

Hildur segir að amma sín sé hvergi nærri hætt og ætli næst að dansa við lagið Bammbaramm. „Hún sagði mér í gær að hún væri líka búin að læra annan dans sem passaði við Bammbaramm,“ sagði Hildur að lokum.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing