Anna Kendrick upplýsir loksins hvað hún sagði við Obama sem lét hann springa úr hlátri

Auglýsing

Leikkonan Anna Kendrick hefur loksins upplýst hvað hún sagði við Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna, sem lét hann gjörsamlega springa úr hlátri. Horfðu á viðtal við Önnu í spjallþætti Stephens Colbert hér fyrir neðan.

Umrætt hláturskast átti sér árið 2012. Ári síðar birti Anna þessa mynd á Instagram sem óyggjandi sönnun fyrir því sem átti sér stað.

Hún sagði svo Stephen Colbert loksins hvað hún sagði við Obama í þætti þess síðarnefnda í gær. Anna segir að Obama hafi rætt um kvikmynd hennar Up in the Air og hrósað því hvernig myndin tók á kreppunni og efnahagslífinu.

Þegar þau hittust svo sagðist Obama vona að hann hafi ekki gert hana vandræðalega með ummælum sínum og Anna svaraði að bragði: „Jájá, þú ert algjört fífl.“

Auglýsing

Og Obama sprakk úr hlátri enda kannski ekki vanur að heyra fólk tala svona við sig. Allavega ekki á meðan hann var forseti.

Auglýsing

læk

Instagram