Anna Svava gerði stólpagrín að Jóni Gnarr og Stöð 2 á Eddunni, sjáðu myndbandið

Anna Svava Knútsdóttir, kynnir Eddunnar, gerði stólpagrín að Jóni Gnarr og Stöð2 á Edduverðlaununum í kvöld. Sjáðu myndbandið hér yfir ofan.

Anna var að kynna næsta atriði á svið þegar hún fékk bréf í hendurnar. „Það var að koma frétt frá Norður-Kóreu. Eða eins og við landsmenn þekkjum það: Stöð 2,“ sagði hún og salurinn skellihló.

Var þá Jón Gnarr sýndur sem Kim Jong-Un og merki Stöðvar 2 var á Norður-Kóreiska fánanum. „Einræðisherran Kim Jong-Gnarr er víst að ganga berserksgang í Skaftahlíðinni og heimtar að vera með í öllum þáttum og eitthvað svona. Þetta eru náttúrulega bara kjaftasögur,“ sagði Anna Svava.

Við höfum ekki fengið þetta staðfest því við finnum engan sem er með áskrift að Stöð 2. Við munu að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast með ef við finnum einn áskrifanda.

Kjarninn greindi frá því í nóvember á síðasta ári að 365 miðlar, og þar með Stöð 2, hafi sagt sig úr Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni (ÍKSA), sem halda hina árlegu Edduverðlaunahátíð. Edduverðlaunahátíðin er nú í beinni útsendingu á RÚV, Skjá einum og Hringbraut.

Auglýsing

læk

Instagram