Augnablikið sem allir eru að tala um, Einar fagnaði of snemma en komst svo áfram

Auglýsing

Einar Skúlason fagnaði aðeins of snemma í Toppstöðinni í gær þegar liðið við hlið hans datt út. Hann komst þó áfram. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Raunveruleikaþátturinn Toppstöðin hóf göngu sína á RÚV í gær. Í þáttunum er fylgst með ólíkum hópum frumkvöðla í vegferð hugmyndar, af þróunarstigi til fullbúinnar vöru eða þjónustu.

Meðal annars verður fylgst með nýjungum á sviði húsbygginga, símatækni, orku, eldsneytis, heilsuvara og afþreyingar fyrir börn svo fátt eitt sé nefnt.

Í fyrsta þættinum voru að sjálfsögðu nokkrir sendir heim, eins og gengur og gerist í raunveruleikaþáttum. Einar Skúlason fagnaði of snemma þegar hann taldi sig vera kominn áfram eftir að annað lið datt út. Á Twitter tók fólk andköf.

Auglýsing

Viðbrögð Einars má sjá hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram