Besta umfjöllunin um Íslandsmótið í crossfit var ekki í sjónvarpinu heldur á Snapchat

Auglýsing

Snorri Björnsson sló eftirminnilega í gegn á Snapchat þegar hann fjallaði heimsleikana í crossfit í sumar. Íslensku keppendurnir náðu stórkostlegum árangri á mótinu og Katrín Tanja stóð uppi sem sigurvegari.

Snorri byrjaði á að birta umfjöllun um mótið á eigin Snapchat-reikningi en svo var hann gripinn af Nova til að fjalla um lokadaginn. Snorri endurtók svo leikinn um helgina þegar hann fjallaði um Íslandsmeistaramótið í crossfit á sinn einstaka hátt á Snapchatinu hjá Nova.

Sjá einnig: Katrín Tanja með fleiri fylgjendur á Instagram en löggan

Snorri gerði þetta hrikalega skemmtilega, dældi mandarínum í Valtý Björn, tróð banana upp í keppendur og lét farða sig til að fela bólu. Nútíminn fékk að birta umfjöllun hans frá upphafi til enda. Horfið í spilaranum hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram