Donald Trump beðinn um að setja Ísland í annað sæti, sjáðu myndbandið

Sprenghlægileg kynningarmyndbönd á Evrópulöndum fyrir Donald Trump hafa slegið í gegn á internetinu undanfarnar vikur. Í myndböndunum er Trump beðinn um að setja ákveðin lönd í annað sæti þar sem hann setur Bandaríkin að sjálfsögðu í fyrsta.

Nútíminn hefur loksins klárað myndband fyrir Ísland þar sem Trump er beðinn um að setja okkur í annað sæti. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan. Upptökustjórinn Pétur Jónsson fær sérstakar þakkir fyrir að taka upp lestur „Donalds Trump“ en við ætlum að halda leyndu í bili hver eftirherman er.

Þetta hófst þegar hollenski grínþátturinn Zondag met Lubach bauð Trump velkominn í heim stjórnmálanna og bað svo um að hann myndi setja Holland í annað sæti

Evrópa tók við sér í kjölfarið og myndbandið frá Sviss hefur vakið mikla athygli

Danska myndbandið er einnig frábært

Auglýsing

læk

Instagram