Einar og Kristján slá í gegn með nýjan Braggablús: „Nú er Dagur flúinn því aurinn hann er búinn“

Auglýsing

Félagarnir Einar Páll Benediktsson og Kristján R. Guðnason hafa fylgst vel með braggamálinu síðustu daga og ákváðu að leggja nokkur orð inn í umræðuna. Þeir félagar tóku upp lagið Braggablús eftir Magga Eiríks nema með nýjum texta. Það er Dv.is sem greinir frá þessu. 

„Kristján bauð mér í mat á laugardagskvöldið og svo settumst við yfir orginalinn og breyttum og tókum upp,“ segir Einar Páll í samtali við DV.

Eftir að hafa náð góðri upptöku var laginu skellt á Facebook þar sem það hefur heldur betur slegið í gegn. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa rúmlega 12 þúsund manns hlustað á lagið.

Braggablús í tilefni stóra braggamálsins.Eigið góðan Dag hehe

Posted by Kristján R. Guðnason on Sunnudagur, 14. október 2018

Auglýsing

læk

Instagram