Erlendur blaðamaður náði dásamlegu myndbandi af Hauki Harðar faðma Gumma Ben

Auglýsing

Fótboltavefurinn Goal.com birtir á Facebook-síðu sinni myndband af Hauki Harðarsyni, íþróttafréttamanni RÚV, fagna sigri Íslands á Austurríki í gær.

Svo virðist sem vefurinn rugli saman fögnuði Hauks og heimsfrægri lýsingu Guðmunds Benediktssonar, sem er látin hljóma undir myndbandinu af Hauki að fagna.

Þegar líður á myndbandið sést þegar Haukur yfirgefur starfsstöð sína á vellinum, hleypur til Gumma Ben og faðmar hann að sér. Ósvikin gleði í París í gær eftir stórkostlegan leik.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Instagram