Það verður að teljast mikil mildi að ekki fór verr á Suðurlandsvegi nálægt Hellu á miðvikudagsmorgun. Myndband sem Bessi Jónsson birti á Facebook sýnir þegar bíl er ekið yfir á rangan vegahelming og það munaði litlu að hann hafnaði framan á bíl Bessa. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.
Myndbandið hefur vakið talsverða athygli. „Djö…. Munaði minnstu að ég hefði ekki komist heim fyrir jól,“ segir Bessi í skilaboðum með myndbandinu.
Í umfjöllun Vísis um málið kemur fram að skyndileg ákvörðun ökumanns fremstu bifreiðar í fögurra bíla röð að hægja á sér hafi orðið til þess að næsti bíll fór yfir á rangan vegahelming. Snjór og krapi var á veginum.
Sigurður William Brynjarsson segist í athugasemd við myndbandið vera ökumaður þriðja bílsins. Hann bremsaði og fékk fjórða bílinn aftan á sig. Hann telur að ferðamenn hafi verið í fremsta bílnum.