Foo Fighters Rick Rollaði aðdáendur sína og tók Never Gonna Give You Up með Rick Astley

Auglýsing

Foo Fighters komu aðdáendum sínum á óvart á tónlistarhátíðinni Summer Sonic Festival í Japan með því að fá engan annan en Rick Astley til að taka lagið með sér. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Hópurinn flutti að sjálfsögðu saman lagið Never Gonna Give You Up en í sérstakri Smells Like Teen Spirit útgáfu. Eins og allir vita þá var Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, trommari Nirvana.

Útkoman er stórkostleg en það mætti segja að Foo Fighters hafi „Rick Rollað“ aðdáendur sína. Að Rick Rolla er semsagt að leyfa fólki að heyra stórsmellinn Never Gonna Give You Up þegar það býst við einhverju öðru.

Auglýsing

læk

Instagram