today-is-a-good-day

Frumflytja lag um kjaftæðið sem konur þekkja því miður of vel

Hljómsveitin Litríki, í samstarfi við Kítón (konur á Íslandi í tónlist), hefur sent frá sér lagið KONA. Hlustaðu á lagið hér fyrir ofan.

KONA er afrakstur vinnu sex tónlistarkvenna í Stykkishólmi sem eyddu sjö dögum saman í Tónsmiðju Kótón. „Kona er stórkostleg satíra þar sem allt kjaftæðið sem konur þekkja því miður of vel, er sett fram í sterku máli og hljóm,“ segir í tilkynningu frá Kítón.

Þetta eru ýmsar upplifanir kvenna sem sýna fáránleika þeirra krafna og áreitni sem kvenkynið þarf að þola. Þetta eru óraunhæfar kröfur sem ungar konur reyna að standa undir á hverjum degi. Þetta er áreiti sem búið er að þagga niður í hundruðir ára.

Útgáfunni verður fagnað með tónleikum á Loft Hostel í kvöld klukkan 21. Lögin sem samin voru í Stykkishólmi verða flutt af þeim tónlistarkonum sem voru saman í tónsmiðjunni. Konurnar eru Erla Stefánsdóttir, Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jana María Guðmundsdóttir, Jelena Ciric, Margrét G. Thoroddsen og Myrra Rós Þrastardóttir.

Tónleikarnir byrja klukkan 21 og aðgangur er ókeypis

Auglýsing

læk

Instagram