Minkur sem var á vappi í miðborg Reykjavíkur var drepinn í hádeginu í dag. Þetta kemur fram á Vísi. Sjáðu myndband af minknum við Reykjavíkurtjörn hér fyrir neðan.
Þráinn Svansson, meindýraeyðir hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að minkurinn haf verið skotinn með haglabyssu. „Við mætum bara á staðinn og hann er drepinn. Við erum með heimsins mestu byssu, Benelly, sem er haglabyssa,“ segir Þráinn á Vísi.