today-is-a-good-day

Guðni Th. setti engan fyrirvara á haustkosningar í ræðu sinni, sjáðu myndbandið

Guðni Th. Jóhannesson, nýr forseti Íslands, setti engan fyrirvara á haustkosningar í fyrstu ræðu sinni sem forseti Íslands í gær. Horfðu á Nútímalegt brot úr ræðunni hér fyrir ofan.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sneri aftur á vettvang stjórnmálanna með látum á dögunum. Honum tókst að setja boðaðar kosningar í haust í nokkurt uppnám með því að lýsa yfir að ríkisstjórnin yrði að klára sín mál áður en það yrði kosið.

Í viðtali á RÚV í gær sagðist Guðni Th. ganga út frá því að gengið verði til þingkosninga í haust og að mikið yrði að ganga á til að þau heit sem stjórnarflokkarnir gáfu í vor verði ekki efnd. Hann sagði nánast allt stjórnmálalífið vera að setja sig í stellingar fyrir haustkosningar.

„Klukkunni verður ekki snúið til baka,“ sagði hann.

Dagsetning kosninganna í haust hefur ekki verið gefin upp en heimildir Nútímans herma að tvær dagsetningar komi helst til greina: 22. og 29. október.

Auglýsing

læk

Instagram