Hjálmar Örn og Svavar senda frá sér geggjað myndband við lagið Afmæli: „Þetta er næsta afmælislag þjóðarinnar“

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson og tónlistarmaðurinn Svavar Elliði Svavarsson gáfu í gær út glæsilegt myndband við lagið, Afmæli. Sjáðu myndbandið í spilaranum hér að ofan.

Hjálmar segir lagið vera einskonar þjóðsöng Grafarvogsbúa. „Svavar er stórt nafn Grafarvogi og ég hafði mikinn áhuga á að setja lagið í flottan búning og leyfa allri þjóðinni að njóta alvöru afmælislags,“ segir Hjálmar í samtali við Nútímann.

Auglýsing

Þeir félagar settu saman flott teymi og sendu frá sér myndbandið í gær. „Ég fékk Begga Dan og Sigurð Hannes hjá Skuggalandi til að gera lagið og myndbandið ásamt Tómasi Nóa sem er einn efnilegasti leikstjóri landsins, aðeins 15 ára,“ segir Hjálmar.

Hann segist sannfærður um að lagið verði brátt sungið í öllum afmælum landsins. „Þetta er næsta afmælislag þjóðarinnar, það er alveg klárt mál.“

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing