Ívar í FM Belfast „crowdsurfaði“ út af Kaffibarnum og aftur inn – Sjáðu myndbandið

Auglýsing

Hljómsveitin FM Belfast hélt um liðna helgi tónleika á Kaffibarnum. Stemmingin á tónleikunum var gríðarlega góð eins og venjan er þegar FM Belfast treður upp. Það var samt sem áður trommarinn, Ívar Pétur Kjartansson sem stal senunni þegar hann „crowdsurfaði“ út af staðnum og aftur inn. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Sveitin birti stutt myndband af ferð Ívars á Twitter en hann segir í samtali við Fréttablaðið að gríðarleg stemming hafi verið á staðnum. „Kaffibarinn er náttúrulega pínu lítill staður og það bættist alltaf í fólkið út á götu. Ég geri þetta oft á tónleikum, að crowdsurfa, þegar við kynnum alla meðlimi í lokin og ég sá að það var fullt af fólki fyrir utan og svo ég hugsaði með mér að það yrði eiginlega bara auðveldara að crowdsurfa fyrir utan heldur en inni,“ sagði Ívar í samtali við Fréttablaðið.

Alvöru stemming!

Auglýsing

læk

Instagram