Jamie xx þeytir skífum í Petersen Svítunni (myndband)

Auglýsing

Boiler Room var stofnað árið 2010 í London með það fyrir stafni að streyma góðri tónlist hvaðanæva úr heiminum í beinni í gegnum netið. Síðan þá hefur Boiler Room skipulagt útsendingar í yfir 100 borgum í kringum heiminn, frá Stokkhólmi til Shangai.

Í gær (14. júní) var í fyrsta sinn sem Boiler Room sótti Ísland heim en Jamie xx tróð þá upp á Petersen Svítunni ásamt Plútó, Orang Volante, Kelsey Lu og JFDR. Tilefnið var upphitun fyrir tónlistarhátíðina Night + Day sem fer fram dagana 14. til 16. júlí við Skógarfoss.

Hér fyrir ofan er hægt að sjá myndband af herlegheitunum en settið hans Jamie xx byrjar í kringum 2:51:00 (þó svo að við mælum einnig með flottu setti frá vinum okkar í Plútó). Settið hans Jamie xx inniheldur nokkur lög frá plötu The xx I See You sem kom út í janúar ásamt glás af góðum tónum.

Auglýsing

Eins og sjá má á myndbandinu var góð stemning á Svítunni og mikið dansað. 

Auglýsing

læk

Instagram