Auglýsing

Jon Stewart sneri aftur og bað Trump að hætta dónaskapnum og fíflaganginum í magnaðri ræðu

Jon Stewart, fyrrum þáttastjórnandi í Bandaríkjunum, sneri aftur í sjónvarpið í gærkvöldi þegar hann var gestur í spjallþætti hjá félaga sínum, Stephen Colbert. Jon hélt magnaða ræðu þar sem hann biðlaði til Donald Trump bandaríkjaforseta um að hætta öllum fíflagangi á meðan að hann sé forseti. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

„Þú ert kannski appelsínugulur, þér finnst kannski hamborgarar góðir, og þú ert kannski trúður, en þú ert enginn Ronald McDonald,” sagði Stewart í ræðu sinni til Trump.

Sjá einnig: Colbert og Fallon svara ummælum Trump Bandaríkjaforseta í sprenghlægilegu myndbandi

Stewart talaði beint til Trump sem er ekki mikill aðdáandi spjallþátta í Bandaríkjunum. „Ég veit að þú ert í uppnámi vegna þess að margir hafa verið að gagnrýna þig og þú þarft að takast á við falskar fréttir og falska spjallþætti. Við erum bara orðin svolítið þreytt á forsetatíð þinni sem fer nú að nálgast 500 ár.”

Stewart sagði að það erfiðasta við að venjast því að Trump væri forseti væri að með öllu því slæma sem hann gerði fylgdi auka dónaskapur og grimmd

„Það sem Donald Trump vill er að við hættum að kalla grimmd hans og klókindi röng og göngum til liðs við hann. Við megum ekki gera það.”

Sjáðu myndbandið

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing