Kaleo kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel

Hljómsveitin Kaleo kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Sjáðu myndböndin hér fyrir neðan.

Á meðal gesta þáttarins var enginn annar en Tom Hanks og flugstjórinn Chesley Sullenberger. Hann varð heimsfrægur fyrir frækilegt afrek þegar hann lenti flugvél heilu og höldnu á Hudson ánni í New York árið 2009.

Tom Hanks fer með aðalhlutverki í kvikmynd Clint Eastwood um hann.

Kaleo flutti tvö lög. The Way Down We Go

https://youtu.be/xFmOGZOrhk4

Og No Good

https://www.youtube.com/watch?v=uuI4P8p2J0U

Platan A/B með Kaleo kom út í júní og fór toppinn á listum iTunes víða um heim og ofarlega á lista í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Platan er gefin út af útgáfurisanum Atlantic en Sena sér um útgáfu plötunar hér heima. Platan fór á toppinn á lista iTunes í Kanada, Grikklandi, Írlandi, Lúxemborg, Nýja-Sjálandi, Ísrael, Líbanon og Sviss. Í annað sæti í Suður-Afríku og Rússlandi og í þriðja sæti í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Sjá einnig: Kaleo heldur toppsætinu í Bandaríkjunum

Þá komst platan á topp tíu í Ástralíu, Singapore, Indlandi, Tyrklandi og inn á lista í Austurríki, Danmörku, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu og í Þýskalandi.

Auglýsing

læk

Instagram