Katrín Jakobsdóttir tekur chili-prófið hræðilega: „Mig svíður svo í munninn!“

Auglýsing

Kosningasjónvarp Nútímans hefst í dag. Næstu daga fáum við frambjóðendur til að gangast undir chili-prófið þar sem fimm kjúklingavængjum frá Hamborgarafabrikkunni verður stillt upp fyrir framan frambjóðendurna og Teitur Gissurarson spyr þau fimm spurninga.

Vængirnir verða þaktir sterkari sósu eftir því sem líður á. Þannig að sá fyrsti er með hefðbundinni sósu frá Hamborgafabrikkunni en þeir næstu verða allir með sérinnfluttum ofursósum sem fást yfirleitt ekki á veitingastöðum á Íslandi. Síðasti vængurinn er svo grimmilega sterkur enda þakinn hinni alræmdu Da Bomb.

Katrín Jakobsdóttir er fyrst í röðinni en þau sem fylgja í kjölfarið næstu daga eru Bjarni Benediktsson, Björt Ólafsdóttir, Logi Einarsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. Aðrir flokkar höfðu ekki tök á að senda fulltrúa.

Hugmyndin er fengin frá þáttunum Hot Ones á Youtube þar sem viðmælendur borða sterka vængi og svara erfiðum spurningum. Við hvetjum ykkur öll til að kíkja á þættina. Þeir eru frábærir. Loks þökkum við Birni Teitssyni fyrir veitta chili-ráðgjöf.

Auglýsing

læk

Instagram