today-is-a-good-day

Landsliðið í rappi endurgerir Skólarapp með stórkostlegum árangri, sjáðu myndbandið

Við munum öll eftir stórsmellinum Skólarapp. Rapp, skólarapp: „Inní skólastofunni okkar heyrist hlátur og klapp“

Allavega. Í tilefni af Degi rauða nefsins, sem var í beinni útsendingu á RÚV í kvöld, fengu Unicef og leikkonurnar Saga Garðars og Dóra Jóhanns landsliðið í rappi til að endurgera lagið og afraksturinn er í einu orði sagt stórkostlegur. Horfðu á myndbandið, sem Tjarnargatan framleiddi, hér fyrir neðan.

Þegar við segjum: „landsliðið í rappi“ þá meinum við nákvæmlega það. Og Þorvaldur Davíð og Sara Dís sneru að sjálfsögðu aftur í nýja myndbandinu.

Þessir tveir þurftu til dæmis að fara til skólastjórans. Við þurfum varla að kynna þá fyrir íslensku þjóðinni

Auður mætti líka á svæðið með skólastöskuna sína

Og Alvia Islandia skrópaði ekki í íþróttum frekar en fyrri daginn

Aron Can lét sig að sjálfsögðu ekki vanta

Og Reykjavíkurdætur fengu að fara á klósettið

Fyrirmyndarnemandinn Herra Hnetursmjör lætur ekki sitt eftir liggja

Dagur rauða nefsins er langstærsti viðburður UNICEF á Íslandi. Átakið náði hámarki í beinni útsendingu á RÚV í kvöld þar sem landslið leikara, grínista, tónlistarmanna og fjölmiðlafólks skoraði á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF.

Og Sturla Atlas lét ekki segja sér tvisvar að vera með

Og ekki nýliðinn Birnir heldur

Nei, sko! mætti þessi ekki líka?!

GKR, Helgi Sæmundur (Úlfur Úlfur) og Kött Grá Pjé tóku einnig þátt. Ekki að spyrja að því

Eftir hverju ertu að bíða? Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan

Og er svo ekki málið að gerast heimsforeldri?

Auglýsing

læk

Instagram