Linkin Park og Blink 182 verða (tímabundið) Blinkin Park

Hljómsveitirnar Linkin Park og Blink 182 hafa ákveðið að sameina krafta sína og kalla sig Blinkin Park. Tímabundið.

Hljómsveitirnar tvær ætla að koma fram á stuttri tónleikaröð sem þær kalla Welcome to Blinkin Park. Ekki er vitað hvort þær stígi saman á svið sem ofurhljómsveitin Blinkin Park en þær munu allavega deila sviði í sumar.

Linkin Park sendir frá sér plötu síðar í mánuðinum sem kallast One More Light. Blink 182 fór hins vegar á topp bandaríska Billboard-listans í fyrra með nýjustu plötu sína.

Til að fagna samstarfi sínu hafa hljómsveitirnar sent frá sér stutt grínmyndband í samstarfi við vefsíðuna Funny or Die. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram