Ljótu hálfvitarnir banna Útvarpi Sögu að spila lögin sín, múslimakönnun gerði útslagið

Auglýsing

Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir hefur bannað Útvarpi Sögu að spila lögin sín. Hljómsveitin tilkynnti þetta á Facebook í kjölfarið á því að útvarpsstöðin hóf að kanna á vefsíðu sinni hvort múslimum sé treystandi.

Sjá einnig: Útvarp Saga kannar hvort múslimum sé treystandi, við erum með okkar eigin könnun

Þorgeir Tryggvason, einn af Ljótu hálfvitunum, staðfestir í samtali við Hringbraut að könnunin hafi verið kornið sem fyllti mælinn.

„Bann þetta gildir svo lengi sem Útvarp Saga heldur áfram að ala á fordómum og mannhatri,“ segir í tilkynningu hljómsveitarinnar.

Ef þau láta af þessum ósiðum verða þau að segja sorrý og baka köku handa okkur. Óholla köku, ekki eitthvað heilsukjaftæði. Með nammi helst. Eftir kökuátið metum við svo ástandið upp á nýtt.

Auglýsing

Ljótu hálfvitarnir bjóða múslimum og öllum jarðarbúum að hlusta nýja lagið Hosiló hér:

Auglýsing

læk

Instagram