María gerði sér ekki grein fyrir áhrifum áfallsins strax: „Maður fer að bæla niður og halda áfram með lífið“

Auglýsing

María Rut Kristinsdóttir var misnotuð af sjúpföður sínum þegar hún var tólf ára. Hún segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað það hafði mikil áhrif strax. „Maður fer að bæla niður og halda áfram með lífið. Hann var enn þá hluti af okkar daglega lífi og var það alveg þangað til ég sagði frá,“ segir hún í myndbandinu hér fyrir ofan.

María, Guðrún Ögmundsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir fjalla um áföll og áhrif þeirra í myndbandinu hér fyrir ofan sem Nútíminn framleiddi í samstarfi við vísindarannsókn á áfallasögu kvenna. „Enginn sleppur við áföll,“ segir Guðrún í myndbandinu.

Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands sem miðar að því að auka þekkingu á ýmsum áföllum á lífsleiðinni, þar á meðal ofbeldi, og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin tekur til allra íslenskumælandi kvenna 18 ára og eldri og verður ein stærsta vísindarannsókn á heimsvísu á þessu sviði. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um hvernig þú getur tekið þátt.

María upplifði þunglyndi og kvíða í kjölfarið. „Þarna er ég svona 17 til 19 ára verst. Þó svo að mér hafi fundist ég algjör töffari og keyrt mig í gegnum þetta þá kannski gerði ég það ekkert svo vel eftir allt saman,“ segir hún.

Svo þegar við förum að rýna í rót vandans þá, hvaðan kemur þetta? Þá er yfirleitt hægt að rekja þetta til einhvers sem þú hefur orðið fyrir, hvort sem það er í æsku eða á seinni árum. Eitthvað áfall sem ruglar í öllu kerfinu.

Í rannsókninni verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hver er tíðni áfalla og þungbærrar lífsreynslu meðal kvenna á Íslandi?
  • Hvaða áhrif hafa áföll á sálræna og líkamlega heilsu kvenna?
  • Hvaða erfða- og umhverfisþættir tengjast mismunandi heilsufari í kjölfar áfalla?
Auglýsing

Í vef rannsóknarinnar kemur fram að væntingar standi til þess að rannsóknin skili aukinni þekkingu á algengi og vægi áfalla, þar á meðal ofbeldis, í heilsufari kvenna. „Slíkar niðurstöður verður síðar hægt að nýta til forvarna og meðferðar við alvarlegum heilsufarsáhrifum áfalla,“ segir þar.

Kynntu þér málið betur á vefnum afallasaga.is

Auglýsing

læk

Instagram