Mjólkurbóndi og rokkstjarna úr Breiðholtinu, við heimsóttum Sigga sexí í sveitina

Auglýsing

Hver er Siggi Sexí?

Þú spyrð þig að þessari spurningu núna og átt eflaust eftir að spyrja þig að henni aftur eftir að hafa horft á viðtalið hér fyrir ofan. Siggi sexí er enginn venjulegur mjólkurbóndi í Borgarfirðinum. Hann er Fjallabróðir og tónlistarmaður sem semur tónlistina við taktinn úr mjaltavélinni.

Siggi sexí kemur fram ásamt hljómsveit sinni Baggabandinu þegar hann er ekki að mjólka kýrnar og kom fram á Airwaves á dögunum. Hann kemur reyndar fram úti um allt eins og hann lýsir í viðtalinu, í kirkjum og á körfuboltaleikjum.

Meira ▶️ Við hittum sigurvegara Skrekks

Auglýsing

Hvort sem þú vilt heyra Sigga sexí lýsa því hvernig á að sæða kú, segja frá tónlistinni eða hlusta á kröfu hans um að fólk sé hreinskilið, þá sérðu ekki eftir því að horfa á viðtalið við þennan stórbrotna karakter í spilaranum hér fyrir ofan.

Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Þetta er því aðeins byrjunin. Á næstunni birtum við miklu fleiri myndbönd um hvað sem er. Við erum rétt að byrja — fylgist með!

Auglýsing

læk

Instagram