Myndband: Ari Ólafs var aðeins þrettán ára gamall þegar hann byrjaði að bræða hjörtu

Auglýsing

Ari Ólafsson sem stígur á svið fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva annað kvöld er þátt fyrir ungan aldur með margra ára reynslu. Þegar Ari var aðeins þrettán ára sló hann í gegn á jólatónleikum Frostrósa og söng eins og engill með sjálfri Sissel Kyrkjebø. Sjáðu upptöku af tónleikunum í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnigAri Ólafs skellti sér í dulargervi og tók sigurlag Portúgala í Eurovision

Ísland verður annað á svið í fyrra undanúrslitakvöldinu í Lissabon annað kvöld en það er framlag Aserbaísjan sem ríður á vaðið. Seinna undanúrslitakvöldið fer fram 10. maí en þar eru það Norðmenn sem stíga fyrstir á svið. Ísland hefur ekki komist áfram í lokakeppnina síðustu þrjú skipti.

Auglýsing

læk

Instagram