Myndband: Arla tekur aftur upp auglýsingu um skyr á Íslandi, nú er skyrið sagt fitulítil jógúrt

Auglýsing

Danski mjólkurrisinn hefur sent frá sér nýja auglýsingu fyrir Arla Skyr. Myndbandið er tekið upp á Íslandi. Ekki í fyrsta skipti.

Í auglýsingunni fáum við að heyra sögu Önnu Jónsdóttur, dómara í smábæ á Íslandi. Hún er ákveðin kona sem allir taka mark á og byrjar hvern dag á skál af Arla Skyri.

Í auglýsingunni er það sagt vera prótínríkt, fitulítið jógúrt í íslenskum stíl

Í apríl 2015 sagði fyrirtækið sögu Orra Sigurðssonar, sendils í smábæ á Íslandi. Þar kom fram að nú væri hægt að kaupa Arla Skyr í Bretlandi. Arla sagðist framleiða skyrið á Höfn í Hornafirði í umræðum á Facebook-síðu sinni.

Auglýsing

Skyrið er hins vegar framleitt í Þýskalandi en Ísland hafði verið áberandi í auglýsingum fyrir skyrið.

Sjá einnig: Mjólkursamsalan sendir Arla tóninn: Kallar útlenska skyrið jógúrt í nýrri auglýsingu

Mjólkursamsalan sendi Arla tóninn í nýrri auglýsingu sem birt var á You-Tube mánuði seinna. Þar hittir íslenska skyrið kollega sinn frá Arla og endar á að kalla það jógúrt.

Sem er það versta sem hægt er að kalla skyr

Auglýsing

læk

Instagram