Myndband: Átta ára gömul dóttir Dave Grohl tróð upp með Foo Fighters á Secret Solstice

Auglýsing

Hin átta ára gamla Harper Grohl tók í trommurnar á tónleikum Foo Fighters á Secret Solstice í Laugardal í kvöld. Horfðu á myndbandið frá tónleikunum hér fyrir ofan.

Harper er dóttir Dave Grohl, forsprakka Foo Fighters, og eiginkonu hans, Jordyn Blum. Dave lék á trommur í lítilli hljómsveit á níunda áratug síðustu aldar sem hét Nirvana. Í dag er Dave sem kunnugt er söngvari og gítarleikari Foo Fighters en hann kallaði dóttur sína á svið og sagði áhorfendum að hún hafi sjálf beðið um að fá að spila á trommur á dögunum.

„Pabbi, mig langar að spila á trommur,“ hafði Grohl eftir dóttur sinni og áhorfendur fögnuðu. „Ókei. Viltu að ég kenni þér?“ sagðist hann hafa spurt. Hún svaraði játandi og þá spurði hann: „En langar þig að stíga á svið fyrir framan 20 þúsund manns á Íslandi og spila?“

Hún sagði „já“. Og það var ekki aftur snúið. Harper steig svo á svið í kvöld og barði taktinn í laginu We Will Rock You með Queen og áhorfendur tóku vel undir. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Auglýsing

Tónlistarhátíðin Secret Solstice hófst í gær og stendur yfir í Laugardal um helgina.

Auglýsing

læk

Instagram