Myndband: Dyravörður skellir manni sem réðist á hann í miðbænum: „Okkar maður var að vísa aðila út“

Auglýsing

Myndband sem sýnir dyravörð yfirbuga mann sem hafði slegið dyravörðinn hefur verið birt á Facebook-síðu ISR Matrix – Iceland. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Á Facebook-síðu ISR Matrix – Iceland kemur fram að um sérhæfða þrekþjálfun sé að ræða ásamt sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur og sérhæfða þjálfun fyrir sérsveitarmenn, lögreglumenn, öryggisverði og allar þær stéttir og stofnanir sem starfa við hættulegar aðstæður.

„Um síðustu helgi var ráðist á ISR iðkandann, Tobba, sem starfar við dyravörðslu niðrí miðbæ,“ segir í texta með myndbandinu. „Okkar maður var að vísa aðila út af staðnum þegar maðurinn réðst á hann og sló Tobba í andlitið.“

Þá kemur fram að Tobbi hafi ekki verið lengi að bregðast við með svokölluðu „outside reap“ og beint yfir í „S-postion“. „Fagmannlega gert,“ segir í textanum.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan

Auglýsing

Auglýsing

læk

Instagram