Myndband: Gaf systur sinni kassa með hári úr jólaklippingunni í jólagjöf: „Þú ert ógeðsleg!“

Auglýsing

Heiðbrá Sól gaf Sólbrá systur sinni eflaust hræðilegustu jólagjöf landsins á aðfangadagskvöld. Hún gaf henni kassa fullan af hári af höfði sínu og birti myndband af viðbrögðum systur sinnar við gjöfinni á Youtube. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan. Sannkallað jólakraftaverk!

Heiðbrá segir í samtali við Nútímann að hárgreiðslumaðurinn sem klippti hana fyrir jólin hafi boðið henni að eiga hárið og kjölfarið fæddist hugmyndin. „Guðný [systir] benti mér á kassa sem var á gólfinu og svo endaði hárið bara innpakkað undir trénu,“ segir hún.

Hún fyrirgaf mér þetta fljótt en heldur ábyggilega núna að það eigi að senda mig á geðdeild

Sjálf fékk Heiðbrá Anastasia Moonchild Highlight Pallettu í jólagjöf frá Sólbrá. „Rosa skvís,“ segir Heiðbrá.

Auglýsing

læk

Instagram