Myndband: Harvey Weinstein og Kevin Spacey fengu á baukinn í opnunarræðu Golden Globe

Grínistinn og leikarinn Seth Meyers hélt opnunarræðu Golden Globe-hátíðarinnar í nótt. Ræðunnar hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu sökum þess að hátíðin er sú fyrsta sinnar tegundar í Hollywood eftir að ásakanir á hendur valdamiklum körlum í stéttinni um kynferðisofbeldi komu fram.

Flestir virðast sammála um að Meyers hafi náð að leysa verkefnið vel en á köflum virtust áhorfendur ekki vita hvort þeir ættu að hlægja eða gráta.

Auglýsing

Hann gerði Harvey Weinstein, sem uppvís var að því að beita fjölmargar konur í Hollywood kynferðsofbeldi á árinu að umtalsefni sínu. „Engar áhyggjur, hann kemur aftur eftir 20 ár þegar hann verður sá fyrsti til að vera púaður niður í eigin minningarathöfn,“ sagði Meyers.

Weinstein var ekki sá eini sem fékk á baukinn því Meyers skaut einnig á leikarann Kevin Spacey sem rekinn var úr þáttaröðinni House of Cards fyrr í vetur. Hann var eins og Weinstein, sakaður um kynferðisofbeldi.

Horfðu á ræðu Meyers í spilaranum hér fyrir ofan

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing