Myndband: Sigurður Þór dansar sig í gegnum lyftingaæfingu til að gleðja skapvonda systur sína

Samkvæmisdansarinn Sigurður Þór Sigurðsson æfir ekki eins og flest okkar. Hann dansar sig í gegnum æfingarnar í ræktinni, hvort sem hann er á hlaupabrettinu eða að rífa í lóðin. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Myndband sem sýnir Sigurð Þór á einni slíkri æfingu var deilt á Facebook-síðu World Class en þar sést hann meðal annars sveifla sér í hringjum og sveifla sér fimlega um gólf líkamsræktarsalarins.

Sjón er sögu ríkari!

„Þetta er nú alfarið litlu systur minni að kenna. Þetta byrjaði á því að hún var í svolítið vondu skapi og ég ákvað að vera ofboðslega fyndinn og gera eitthvað svona. Ég settist á eitthvað tæki og reyndi bara að vera fyndinn,“ segir Sigurður Þór í samtali við Nútímann.

Það er skemmst frá því að segja að systir hans, Rósa Sigurðardóttir, fór út úr ræktinni í mjög góðu skapi þann daginn.

Sigurður Þór er samkvæmisdansari og býr í Ástralíu. Þessa dagana er hann heima á Íslandi í vinnu- og æfingaferð. Framundan er mót í þessum mánuði og nýta systkinin tækifæri til að fara saman í ræktina.

Rósa er starfsmaður World Class og laumaði myndskeiðinu inn á síðuna og spurði bróður sinn síðan um leyfi eftir að það var komið í loftið.

Auglýsing

læk

Instagram