Kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir gerði sér lítið fyrir og lyfti 232,5 kg á æfingu í vikunni. Hún er fimmtán ára gömul, fædd árið 2001. Sjáðu lyftuna hér fyrir neðan.
Sóley undirbýr sig af kappi fyrir Íslandsmótið sem hefst eftir fimm vikur og Evrópumeistaramótið sem fer fram hálfum mánuði síðar. Kaffið greinir frá.
Þyngdin sem Sóley lyfti er 2,5 kg yfir núverandi Evrópumóti stúlkna í +84 kg flokki og 8,5 kg frá heimsmetinu í sama flokki. Lyftan er jafnframt sú þyngsta sem kona hefur tekið á Íslandi hingað til.